Innkauparáð - Fundur nr. 54

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 23. júní, var haldinn 54. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:15. Viðstaddir voru Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson og Steinar Harðarson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu frá 15. þ.m. varðandi forval á þátttakendum í lokuðu útboði vegna endurgerðar á götu og frágangs lóðar við Aðalstræti 16. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar varðandi skoðun á fjárhag þátttakenda, dags. í dag.
Samþykkt að velja verktakana BJ verktakar ehf., Grásteinn ehf., og Hellu- og varmalagnir ehf. sem þátttakendur í útboðinu.
Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 15. þ.m. varðandi útboð á verkinu “Skuggahverfi, 1. áfangi,” þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Nesprýði ehf., að fjárhæð kr. 97.649.884,-. Hlutdeild Reykjavíkurborgar er um 50#PR af fjárhæðinni. Jafnframt er lagt fram bréf Innkaupastofnunar, um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 21. þ.m.
Erindi gatnamálastjóra samþykkt.
Höskuldur Tryggvason frá Gatnamálastofu, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 21. þ.m. varðandi varðandi síðari opnun tilboða vegna eftirlits með malbiksframkvæmdum “Malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Reykjavík 2004 - 2006 eftirlit” þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Línuhönnunar hf. Jafnframt er lagt fram bréf Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. í dag.
Erindi gatnamálastjóra samþykkt.
Höskuldur Tryggvason frá Gatnamálastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 13:40 vék Steinar Harðarson af fundi.

4. Lagt fram afrit bréfs A. Karlssonar hf. til Innkaupastofnunar frá 21. f.m. þar sem gerðar eru athugasemdir við verðkönnun vegna sjálfvirkra hjartarafstuðtækja.

Fundi slitið kl. 13:55

Jóhannes Sigursveinsson

Haukur Leósson