Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 9. júní, var haldinn 53. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, Bjarnveig Eiríksdóttir fulltrúi borgarlögmanns og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf ÍTR frá 20. f.m. varðandi upplýsingar um innkaup stofnana og deilda á
vegum ÍTR á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2003.
Frestað.
2. Lögð fram kæra Monstro ehf. til kærunefndar útboðsmála frá 2. þ.m. varðandi útboð á steypu kantsteina árin 2004 til 2006.
Borgarlögmanni falið að svara erindinu.
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 4. þ.m. varðandi útboð á verkinu “Vesturhöfn, gatnagerð, lagnir og dælustöð.” Í bréfinu er lagt til að öllum tilboðum verði hafnað og útboðið fellt úr gildi þar sem lægstbjóðandi hefur ekki lagt fram fullnægjandi gögn varðandi fjárhag fyrirtækisins og önnur tilboð voru verulega yfir kostnaðaráætlun.
Samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 4. þ.m. varðandi útboð á verkinu “Sundlaugavegur endurbætur – Laugardalur, frágangur á lóð,” þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Klufta ehf., að fjárhæð kr. 57.694.050,-. Jafnframt er lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 8. s.m.
Samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
5. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 4. þ.m. varðandi útboð vegna endurbóta á Skeifunni þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Jarðkrafts ehf. að fjárhæð kr. 49.906.250,-. Jafnframt er lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 7. s.m.
Samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
6. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 4. þ.m. varðandi tengingu Sundaræsis frá skolpdælustöð á Gufuneshöfða að hreinsistöð við Klettagarða, þar sem óskað er heimildar til að ganga til samninga við Ístak hf. um framkvæmd verksins á grundvelli tilboðs þeirra frá árinu 2000, framhaldskaup. Samningsdrög liggja fyrir og áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 40,0 – 45,0 mkr. með vsk. og er þá hönnun, gerð verklýsingar og eftirlit með framkvæmdinni innifalið.
Samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
7. Lögð fram forvalsgögn varðandi alútboð á viðbyggingu við Vogaskóla
Samþykkt með breytingum. Jafnframt óskað eftir að útboðsgögn komi til umfjöllunar í Innkauparáði.
Sighvatur Árnason og Jón Búi Guðnason frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.
8. Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 3. þ.m., við fyrirspurn um kostnaðartölur í fréttum af bílakjallara á Stjörnubíósreit.
9. Lagt fram erindi Jóns Ármanns Guðjónssonar hdl., f.h. ID electronics Ltd./Ingólfs Arnarsonar, dags. 24. f.m., þar sem kvartað er yfir niðurstöðu útboðs vegna hljóðkerfis í Borgarleikhús.
Vísað til umsagnar Fasteignastofu
10. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í maí 2004.
11. Lögð fram umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, mótt. 8. þ.m., vegna fyrirspurnar frá EJS, dags. 19. s.m., varðandi niðurstöðu útboðs um kaup á fartölvubúnaði.
Vísað til afgreiðslu skrifstofu borgarstjórnar.
12. Lagt fram erindi Olís, dags. 26. f.m., varðandi niðurstöðu útboðs vegna rammasamnings um kaup á hreinlætispappír fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar.
Vísað til umsagnar forstjóra Innkaupastofnunar.
13. Lagt fram erindi Olís, dags. 26. f.m., varðandi niðurstöðu útboðs vegna rammasamnings um kaup á plastpokum fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar.
Vísað til umsagnar forstjóra Innkaupastofnunar.
Fundi slitið kl. 14:05
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson