Innkauparáð - Fundur nr. 482

Innkauparáð

Ár 2020, fimmtudaginn 14. maí var haldinn 482. fundur innkauparáðs. Fundurinn hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkauparáðsfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson og Björn Gíslason. Einnig tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði, Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, varðandi framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. maí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössa ehf. í útboði nr. 14837 Tryggvagata og Naustin. Endurgerð 2020-2021. R20040086.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 12. maí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Advania Ísland ehf. í EES útboði nr. 14800 Microsoft rekstrarþjónusta. R20030251.

    Samþykkt.

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. maí 2020, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 14067 Túlka- og þýðingarþjónusta um eitt ár eða til 12. júní 2021. R18040012. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. maí 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2020. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:27

Sabine Leskopf