Innkauparáð
Ár 2020, fimmtudaginn 14. maí var haldinn 482. fundur innkauparáðs. Fundurinn hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkauparáðsfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson og Björn Gíslason. Einnig tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði, Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, varðandi framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. maí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössa ehf. í útboði nr. 14837 Tryggvagata og Naustin. Endurgerð 2020-2021. R20040086.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 12. maí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Advania Ísland ehf. í EES útboði nr. 14800 Microsoft rekstrarþjónusta. R20030251.
Samþykkt.Helga Sigrún Kristjánsdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. maí 2020, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 14067 Túlka- og þýðingarþjónusta um eitt ár eða til 12. júní 2021. R18040012.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. maí 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2020. R20010055.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:27
Sabine Leskopf