Innkauparáð - Fundur nr. 481

Innkauparáð

Ár 2020, fimmtudaginn 30. apríl var haldinn 481. fundur innkauparáðs. Fundurinn hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkauparáðsfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði, Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2020, þar sem lagt er til samið verði við lægstbjóðanda Securitas hf., í EES útboði nr. 14667 Rammasamningur um öryggishnapp fyrir dagforeldra. R20030103.
    Samþykkt.

    Helgi Grétar Helgason tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda New Nordic Engineering  ehf. í EES útboði nr. 14770 Sérfræðiþjónusta á stofnanalóðum 2020 – 2021, Vestur. R20030090.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda New Nordic Engineering  ehf. í EES útboði nr. 14771 Sérfræðiþjónusta á stofnanalóðum 2020 – 2021, Austur. R20030091.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14807 Malbiksyfirlagnir í Reykjavik 2020 - útboð 1 vestan Reykjanesbrautar. R20030268.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14808 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2020 - Útboð 2 austan Reykjanesbrautar. R20030269.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Fagverks Verktaka ehf. í útboði nr. 14809 Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavik 2020. R20030270.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Fagverks Verktaka ehf. í útboði nr. 14810 Malbiksviðgerðir 2020. R20030271.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:18

Sabine Leskopf Alexandra Briem