Innkauparáð - Fundur nr. 480

Innkauparáð

Ár 2020, mánudaginn 20. apríl var haldinn 480. fundur innkauparáðs. Fundurinn hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkauparáðsfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði, Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofu hf., í EES útboði nr. 14775 Hlíðarendi – Yfirborðsfrágangur. Eftirlit. R20030046.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. apríl 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Vegamálunar ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 14785 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2020. R20030177.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 8. apríl 2020, þar sem lagt er til að samið verði við þá bjóðendur sem uppfylltu kröfur útboðsgagna, þ.e. Atendi ehf., Bakó Ísberg ehf., Fastus ehf., Origo hf., Smith & Norland hf., Pfaff hf., Heimilistæki ehf. og Progastro ehf. í EES útboði nr. 14726 Rammasamningur um raftæki. R20020169.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 3. apríl 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í mars 2020. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:19

Sabine Leskopf Alexandra Briem