Innkauparáð
Ár 2020, fimmtudaginn 2. apríl var haldinn 479. fundur innkauparáðs. Fundurinn hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkauparáðsfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig tók sæti á fundinum með fjarfundabúnaði Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2020, varðandi tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2020, varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Raflýsingu ehf., Þéttir ehf. og Ljósver ehf., um eitt ár eða til 31. mars 2021 vegna útboðs nr. 14148 Reglubundið viðhald raflagna í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar – Hverfi 1, 2 og 3. R18010374.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti með fjarfundabúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2020, varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Raflýsingu ehf., Þéttir ehf., Straumkul ehf. og Ljósver ehf., um eitt ár eða til 31. mars 2021 vegna útboðs nr. 14149 Reglubundið viðhald raflagna í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar – Hverfi 4 og 5. R18010376.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti með fjarfundabúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2020, varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Raflýsingu ehf., Þéttir ehf. og Straumkul ehf. um eitt ár eða til 31. mars 2021 vegna útboðs nr. 14150 Reglubundið viðhald raflagna í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar – Hverfi 6 og 7. R18010377.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti með fjarfundabúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2020, varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Raflýsingu ehf., Þéttir ehf., Straumkul ehf. og Rafrún ehf. um eitt ár eða til 31. mars 2021 vegna útboðs nr. 14151 Reglubundið viðhald raflagna í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar – Hverfi 8, 9 og 10. R18010378.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti með fjarfundabúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:15
Sabine Leskopf Alexandra Briem