Innkauparáð - Fundur nr. 478

Innkauparáð

Ár 2020, fimmtudaginn 19. mars var haldinn 478. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. mars 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í EES útboði nr. 14741 Hlíðarendi - Yfirborðsfrágangur. R20020106.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. mars 2020, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Vörðuberg ehf., um eitt ár eða til 30. apríl 2021 vegna útboðs nr. 14253 Gangstéttaviðgerðir 2018. R18050027.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. mars 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Sérverks ehf. í EES útboði nr. 14722 Úlfarsárdalur. Fullnaðarfrágangur bókasafns, menningarmiðstöðvar og sundlaugar. R20010358.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:15

Sabine Leskopf