Innkauparáð
Ár 2020, fimmtudaginn 12. mars var haldinn 477. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Elín Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. mars 2020, þar sem lagt er til að samið verði við Öryggismiðstöð Íslands sem átti lægsta gilda tilboð í EES Samkeppnisútboði nr. 14628 Greiðslu- og aðgangsstýringarkerfi fyrir bílahús Reykjavíkurborgar. R19120067.
Samþykkt.Kristín Þórdís Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:18
Sabine Leskopf