Innkauparáð - Fundur nr. 476

Innkauparáð

Ár 2020, fimmtudaginn 5. mars var haldinn 476. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Elín Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. mars 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Verkís hf. í EES forvali / lokuðu útboði nr. 14622 Bryggjuhverfi vestur. Gatnagerð og lagnir. Hönnun. R19110122.
    Samþykkt.

    Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. mars 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Luxor tækjaleigu ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í EES útboði nr. 14690 Hljóðmixer fyrir stóra svið Borgarleikhússins. R20010276.
    Samþykkt.

    Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 31. desember 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1,0 m.kr. á tímabilinu janúar – desember 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 3. mars 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Reykjagarðs hf. í Hluta 1-Ferskt alifuglakjöt, við Reykjagarð hf., Ekran ehf. og Kjarnafæði hf. í Hluta 2-Frosið alifuglakjöt og við Reykjagarð hf., Matfugl ehf. og Ísfugl ehf. í Hluta 3-Eldað alifuglakjöt, í EES rammasamningi nr. 14676 Alifuglakjöt. R20010242.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. mars 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í febrúar 2020. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:22

Sabine Leskopf