No translated content text
Innkauparáð
Ár 2020, fimmtudaginn 27. febrúar var haldinn 475. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. febrúar 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Jökuls Þorleifssonar ehf. og SG Dúkara ehf., sem áttu lægstu gildu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14733 Dúkalagnir í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar 2020. R20010318.
Samþykkt.Hreinn Ólafsson, Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. febrúar 2020, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 5,0 m.kr. á tímabilinu janúar – desember 2019, sbr. 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R19010001.
Hreinn Ólafsson, Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:24
Sabine Leskopf Alexandra Briem