No translated content text
Innkauparáð
Ár 2020, fimmtudaginn 6. febrúar var haldinn 474. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir og Elín H. Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 31. janúar 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Jóhanns V. Steimann, Aðalfagmanna ehf., Málaramiðstöðvarinnar ehf., Málarameistara ehf., G. Á. verktaka sf., Tómasar Einarssonar ehf., og HiH málunar ehf., sem áttu lægstu gildu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14713 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2020 – Hverfi 6 og 7. R19120081.
Samþykkt.Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. janúar 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Skjáskots ehf. í EES útboði nr. 14705 Tæknileg þjónusta við fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. R19120113.
Samþykkt.Hugrún Ösp Reynisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. janúar 2020, varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi við Daga ehf. í EES útboði nr. 14081 Ræsting á Lindargötu 57, 59, 61 og 66. R17100378.
Samþykkt.Drífa Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 30. janúar 2020, varðandi einstök innkaup yfir 5,0 m. kr. á 4. ársfjórðungi 2019. R19010001.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 3. febrúar 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í janúar 2020. R20010055.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:34
Sabine Leskopf Alexandra Briem