Innkauparáð
Ár 2020, fimmtudaginn 16. janúar var haldinn 473. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. janúar 2020, þar sem lagt er til að samið verði við alla umsækjendur sem stóðust hæfiskröfur útboðsgagna í EES útboði nr. 14344 Gagnvirkt innkaupakerfi um þjónustu sérfræðinga í tilteknum verkefnum í skipulags-, byggingar-, samgöngu-, umhverfis- og veitumálum fyrir Reykjavíkurborg, þ.e. Verkís hf., New Nordic Engineering, Efla verkfræðistofa, Skagaver ehf., Arkís arkitektar ehf., Landslag ehf., Ferill ehf. verkfræðistofa, Karl Kvaran SP (R) INT STUDIO, Verkfræðistofa Bjarna Viðar, Lota ehf., Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónson og fél. ehf., Strendingur ehf., Liska ehf., Mannvit hf., Arkiteó ehf., Teiknistofan Tröð ehf., Gláma Kím Laugavegi 164 ehf., Punktaský ehf., Kanon arkitektar ehf., Karl Eðvaldsson f.h. ReSource International ehf., VSÓ Ráðgjöf ehf., Varða verkþjónusta ehf., Arkamon ehf., Glóra ehf., Hnit verkfræðistofa hf., Landmótun sf., TIF-Tækniþjónusta slf. og KJG Ráðgjöf ehf. R19100373.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 6. janúar 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í desember 2019. R19010001.
– Kl. 13:18 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. janúar 2020, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Garðlist ehf. vegna EES útboðs nr. 14049 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík 2017-2020 – Breiðholt, um eitt ár eða til 1. apríl 2021. R17080080.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. janúar 2020, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Garðlist ehf. vegna EES útboðs nr. 14050 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík 2017-2020 – Árbær, um eitt ár eða til 1. apríl 2021. R17080081.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. janúar 2020, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Garðlist ehf. vegna EES útboðs nr. 14050 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík 2017-2020 – Grafarvogur og Grafarholt - Úlfarsárdalur, um eitt ár eða til 1. apríl 2021. R17080082.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf lögmanns Smith & Norland hf., dags. 19. desember 2019, varðandi EES útboð nr. 14356 Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa. R19100308.
Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:
Innkauparáð hafnar beiðni um að ráðið endurskoði afstöðu sína, um að fella eigi útboðið niður, sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 5. desember 2019.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:38
Sabine Leskopf Alexandra Briem