Innkauparáð - Fundur nr. 472

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 19. desember var haldinn 472. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu. 
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 12. desember 2019, varðandi heimild til framlengingar á rammasamingi nr. 14080 Mötuneytisþjónusta í mötuneytum SFS til 17. desember 2021. R17090209.
    Samþykkt.

    Helgi Grétar Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 13. desember 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Advania Ísland ehf. í kjölfar samkeppnisviðræðna nr. 14323 Umsjónarkerfi fyrir húsnæðisþjónustu. R18090081.
    Samþykkt.

    Ólafur Sólimann Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. desember 2019, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 5. m.kr. á tímabilinu janúar – september 2019, sbr. 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R19010001.

    Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:20 víkur Rannveig Ernudóttir af fundi vegna liðar 4.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. nóvember 2019, varðandi heimild til samningskaupa við Arkís arkitekta og ASK arkitektar á grundvelli b.-liðar 1. mgr. 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og b. liðar 1. mgr. 26. gr. innkaupareglna, um deiliskipulagsvinnu sem unnin er á grundvelli og í kjölfar hugmyndasamkeppni sem haldin var um rammaskipulag fyrir Elliðaárvog, Ártúnshöfða.  R19010001. 
    Samþykkt með einu atkvæði. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá.

    Björn Axelsson, Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:40 víkur Eyþóra K. Geirsdóttir af fundi.
    -    Kl. 13:40 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á ný á fundi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:41

Sabine Leskopf