Innkauparáð - Fundur nr. 470

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 28. nóvember var haldinn 470. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 14:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu. 
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. nóvember 2019, varðandi heimild til fyrstu framlengingar á rammasamningi nr. 14246 Rafvæðing ferla vegna fjárhagsaðstoðar, um eitt ár eða til 9. desember 2020. R18060216.
    Samþykkt.

    Edda Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. nóvember 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Smith & Norland hf. skv. einingaverðum B, sem er lægsta heildarverð út frá áætluðum magntölum útboðsins, í EES útboði nr. 14356 Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa. R19100308.
    Frestað.

    Ámundi Brynjólfsson, Þorsteinn R. Hermannsson og Nils Schwarzkopp taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. nóvember 2019, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi EES útboð nr. 14356 Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 18. nóvember 2019. R19100308.
    Frestað.

    Ámundi Brynjólfsson, Þorsteinn R. Hermannsson og Nils Schwarzkopp taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. nóvember 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13796 Prent- og ljósritunarþjónusta, um eitt ár eða til 26. desember 2020. R16090203. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. nóvember 2019, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í október 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 18. nóvember 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. september 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:37

Sabine Leskopf Alexandra Briem