Innkauparáð - Fundur nr. 469

Innkauparáð

Ár 2019, mánudaginn 18. nóvember var haldinn 469. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 10:30. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Óskar L. Einarsson frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um EES útboð nr. 14356 Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa. R19100308.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    1.    Á hvaða samþykktum og heimildum var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, byggt eða framkvæmt? Þ.e. hvaðan kemur heimildin, s.s. úr borgarráði, samgöngu- og skipulagsráði og/eða innkauparáði? 2. Kallað er eftir kostnaðaráætlun vegna útboðs nr. 14356. 3. Hver gerði útboðslýsingu en svo virðist sem hún sé mjög sérhæfð en því til stuðnings eru t.d. nefnd kerfi frá ákveðnu fyrirtæki? Voru utanaðkomandi ráðgjafar með við samningu útboðsins, t.d. Vegagerðin? 4. Í lögum um framkvæmd útboða er kveðið á um í 8 gr. samnefndra laga að lesa skuli upp nöfn bjóðenda og heildarupphæð tilboðs. Þá enn fremur: „ Einnig skal lesa upp og skrá kostnaðarætlun sé þess kostur. Gæta skal þess að lesa alltaf samsvarandi tölur frá öllum bjóðendum. Kaupandi og allir viðstaddir bjóðendur eða fulltrúar þeirra skulu undirrita fundargerð og skal þeim afhent afrit hennar óski þeir þess.“ Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði óskar eftir upplýsingum um hvort að þessum lögum hafi verið framfylgt.

    Nils Schwarzkopp og Grétar Þór Ævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:54 víkja Nils Schwarzkopp, Grétar Þór Ævarsson og Óskar L. Einarsson af fundi.

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:10

Sabine Leskopf Alexandra Briem