Innkauparáð - Fundur nr. 468

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 24. október var haldinn 468. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. október 2019, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Sýn hf. í hluta 1-Símaþjónusta, einnig er lagt til að samið verði við Sýn hf., Símann hf. og Origo hf. í hluta 2-Símtæki, í EES útboði nr. 14396 Rammasamningur um símaþjónustu og símtæki. R19010146.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. október 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13750 Sjávarfang til 15. nóvember 2020. R16080020. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 22. október 2019, varðandi heimild til samningskaupa við Kappa ehf. á grundvelli 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar og b-liðar 1. mgr. 39 gr. laga um opinber innkaup, um endurbætur á húsnæði Seljaskóla eftir brunatjón. R19010001.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Berglind Söebech taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. október 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Deloitte ehf., Kolbri ehf., Advania, Capacent og Itera Norge AS, sem stóðust hæfiskröfur útboðsgagna í EES útboði nr. 14554 DPS (Gagnvirkt innkaupakerfi) - þjónusta sérfræðinga vegna notendamiðaðrar hönnunar/þjónustuhönnunar. R19090080.

    Samþykkt.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 22. október 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokkssins:

    Hvenær má vænta að nýjar samþykktir fyrir Innkauparáð Reykjavíkurborgar líti dagsins ljós en nú eru liðnir 245 dagar síðan samþykkt var í borgarstjórn eða 19. febrúar 2019 að efla ráðið, auka eftirlitshlutverk þess og fjölga fulltrúum í fimm. 

    Óskað er eftir skriflegum skýringum.

Fundi slitið klukkan 13:58

Sabine Leskopf Alexandra Briem