Innkauparáð - Fundur nr. 467

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 10. október var haldinn 467. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. október 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Urðar og Grjóts ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14632 Hverfið mitt 2019 - austur. Útboð 8: Göngu- og hjólastígur, Vallarás – Elliðaárdalur. R19080174.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustunnar ehf. í útboði nr. 14651 Bryggjugata og Miðbakki. Gatnagerð og lagnir. R19090136.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. október 2019, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m.kr. á 2. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 26. október 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13767 Ritföng og skrifstofuvörur um eitt ár eða til 3. október 2020. R16070034.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2019, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í september 2019. R19010001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:32

Sabine Leskopf Alexandra Briem