Innkauparáð
Ár 2019, fimmtudaginn 10. október var haldinn 467. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. október 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Urðar og Grjóts ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14632 Hverfið mitt 2019 - austur. Útboð 8: Göngu- og hjólastígur, Vallarás – Elliðaárdalur. R19080174.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustunnar ehf. í útboði nr. 14651 Bryggjugata og Miðbakki. Gatnagerð og lagnir. R19090136.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. október 2019, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m.kr. á 2. ársfjórðungi 2019. R19010001.
Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 26. október 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13767 Ritföng og skrifstofuvörur um eitt ár eða til 3. október 2020. R16070034.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2019, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í september 2019. R19010001.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:32
Sabine Leskopf Alexandra Briem