Innkauparáð - Fundur nr. 466

Innkauparáð

Ár 2019, þriðjudaginn 24. september var haldinn 466. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Sigríður Vilhjálmsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. ágúst 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda GG verks ehf. í EES forvali / lokuðu útboði nr. 14524 Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal. R19040215.

    Samþykkt.

    Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. september 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Hnit verkfræðistofu hf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. útboði nr. 14577 Fjölnota íþróttahús í Suður Mjódd. Umsjón og eftirlit með verkframkvæmdum. R19080203.

    Samþykkt.

        

    Agnar Guðlaugsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:09

Sabine Leskopf Alexandra Briem