Innkauparáð - Fundur nr. 465

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 19. september var haldinn 465. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Sigríður Vilhjálmsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 22. ágúst 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnits verkfræðistofu hf. í EES útboði nr. 14586 Fram íþróttamiðstöð –Eftirlit. R19060239.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. september 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda PK Verks ehf., í útboði nr. 14625 - Eiðisgrandi. Seltjarnarnes og Boðagrandi. Hjólastígur. R19080118.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. september 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jarðvals sf., í útboði nr. 14626 - Elliðaárdalur milli Stekkjarbakka og Fagrahvamms. Göngu- og hjólastígur. R19080119.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 17. september 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Advania Ísland ehf. í útboði nr. 14639 Cisco Umbrella hugbúnaðarleyfi. R19090078.
    Samþykkt.

    Tómas Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 12. september 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 13. september 2019, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í ágúst 2019. R19010001.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks bendir á að í framlögðu yfirliti kemur fram að skrifstofa framkvæmda- og viðhalds styðst við verðfyrirspurnir í 70% tilfella, eða 5 af 7 í innkaupum sínum fyrir ágústmánuð. Eðlilegra væri að meginreglan við stærri innkaup og framkvæmdir á vegum borgarinnar færu fram í gegnum útboð í stað verðfyrirspurna. Sömuleiðis er bent á að mikilvægt sé að vanda til gerða kostnaðaráætlana og að þær séu sem nákvæmastar og gefi sem besta mynd af fyrirhuguðum innkaupum.

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata benda á að innkaup samkvæmt þessu yfirliti eru í samræmi við innkaupareglur borgarinnar og lög um opinber innkaup.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 18. september 2019, varðandi stöðu undirbúnings á útboði rammasamnings um þjónustu sérfræðinga í umhverfis-, samgöngu-, skipulags-, og byggingamálum fyrir Reykjavíkurborg, sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 5. september 2019. 

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar innkaupaskrifstofu greinagóða yfirferð yfir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í þessa mikilvægu breytingu. Ráðið ítrekar jafnframt þann vilja sinn að sú tímaáætlun sem lýst er standist.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:34

Sabine Leskopf Alexandra Briem