Innkauparáð - Fundur nr. 464

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 5. september var haldinn 464. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Gísli Óskarsson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sem einnig ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. september 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf. í útboði nr. 14592 Gufunes 1. áfangi. Gatnagerð og lagnir. R19080017.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. ágúst 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Daga ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í útboði / samningskaupum nr. 14569 Ræsting fyrir Bílastæðasjóð – 4 bílahús. R19050222.

    Samþykkt.

    Vigdís Þóra Sigfúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. ágúst 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Hugvits hf. í EES samkeppnisviðræðum nr. 14030 Upplýsingastjórnunarkerfi fyrir Reykjavíkurborg. R18040093.

    Samþykkt.

    Halla María Árnadóttir og Drífa Guðjónsdóttir Plank taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar fyrir greinagóða kynningu á því innkaupaferli sem beitt var í innkaupum á upplýsingastjórnunarkerfi, og lýsir ánægju sinni með að innkaupum á þessu mikilvæga kerfi sé lokið og innleiðing geti hafist. Hér er ekki eingöngu um að ræða gagnastjórnun heldur mun víðtækara kerfi. Væntingar eru miklar um að nú sé von á þeim straumhvörfum í upplýsingamálum Reykjavíkurborgar sem stefnt hefur verið að um nokkurt skeið. Það er mikið fagnaðarefni og þakkar ráðið fyrir kynninguna og þá óvenju umfangsmiklu vinnu sem hefur verið lögð í þetta ferli.

    Fylgigögn

  4. Innkauparáð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um stöðu á gerð rammasamnings um sérfræðiþjónustu fyrir Reykjavíkurborg.

Fundi slitið klukkan 13:40

Sabine Leskopf Alexandra Briem