Innkauparáð - Fundur nr. 463

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 22. ágúst var haldinn 463. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. ágúst 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Ístaks hf. í útboði nr. 14617 Esjumelar – Fyrsti áfangi. Gatnagerð og stofnlagnir. R19070136.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. ágúst 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:10

Sabine Leskopf Alexandra Briem