Innkauparáð
Ár 2019, fimmtudaginn 25. júlí var haldinn 461. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Ari Karlsson frá embætti borgarlögmanns og Hektor Már Jóhannsson frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. júlí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Berg verktaka ehf. í útboði nr. 14593 Bjargargata - Sturlugata. Gatnagerð og veitur. R19060205.
Samþykkt.Þór Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. júlí 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Hópferðamiðstöðina Trex ehf., Snæland Grímsson ehf. og Teit Jónasson ehf. í hluta 1, einnig er lagt til að samið verði við Teit Jónasson ehf., Hópferðamiðstöðina Trex ehf., Snæland Grímsson ehf., SBA-Norðurleið ehf. og Hópbíla hf. í hluta 2 og 3 í EES útboði nr. 14564 Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. R19050193.
- Kl. 13:11 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 15. júlí 2019, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í júní 2019. R19010001.
Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:
Beðið er um nánari upplýsingar frá umhverfis- og skipulagssviði um framkvæmdir við Breiðholtsskóla – Uppbyggingu, þar sem kostnaðaráætlun er yfir viðmiðunarupphæð sem skilgreind er fyrir verðfyrirspurnir í innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:19
Sabine Leskopf Alexandra Briem