Innkauparáð - Fundur nr. 461

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 25. júlí var haldinn 461. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Ari Karlsson frá embætti borgarlögmanns og Hektor Már Jóhannsson frá innkaupadeild.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. júlí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Berg verktaka ehf. í útboði nr. 14593 Bjargargata - Sturlugata. Gatnagerð og veitur. R19060205.
    Samþykkt.

    Þór Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. júlí 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Hópferðamiðstöðina Trex ehf., Snæland Grímsson ehf. og Teit Jónasson ehf. í hluta 1, einnig er lagt til að samið verði við Teit Jónasson ehf., Hópferðamiðstöðina Trex ehf., Snæland Grímsson ehf., SBA-Norðurleið ehf. og Hópbíla hf. í hluta 2 og 3 í EES útboði nr. 14564 Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. R19050193.

    -    Kl. 13:11 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 15. júlí 2019, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í júní 2019. R19010001.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Beðið er um nánari upplýsingar frá umhverfis- og skipulagssviði um framkvæmdir við Breiðholtsskóla – Uppbyggingu, þar sem kostnaðaráætlun er yfir viðmiðunarupphæð sem skilgreind er fyrir verðfyrirspurnir í innkaupareglum Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:19

Sabine Leskopf Alexandra Briem