Innkauparáð - Fundur nr. 459

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 20. júní var haldinn 459. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Þórgnýr Thoroddsen og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. júní 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Urðar og Grjóts ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 14483 Endurnýjun gönguleiða 2019 – útboð II. R19050077.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Anna María Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:07 taka Eyþóra K. Geirsdóttir og Auður Kolbrá Birgisdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. júní 2019, varðandi heimild til samkeppnisviðræðna eða samkeppnisútboðs á grundvelli 23. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna kaupa á skiptiborðum fyrir nýjar ungbarnadeildir á leikskólum. R19010001.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Anna María Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 19. júní 2019, varðandi heimild til framlengingar á samningi við EHermannsson ehf. áður AFA JCDecaux Ísland ehf. til 31. desember 2019, á grundvelli f- liðar 1. mgr. 44 gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, um leigu og rekstur á útisalernum í Reykjavík. Einnig lögð fram greinargerð varðandi málið. R19010001.
    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 18. júní 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13610 Hreinlætisvörur, um eitt ár eða til 4. júlí 2020. R16030070.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:28

Sabine Leskopf