Innkauparáð - Fundur nr. 458

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 13. júní var haldinn 458. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar - Droplaugarstaða, dags. 6. júní 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Securitas hf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14504 Sjúkrakallkerfi fyrir Droplaugarstaði. R19040155.
    Samþykkt.

    Ketill Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. júní 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustunnar ehf., í útboði nr. 14482 Endurnýjun gönguleiða 2019 – útboð I. R19050076.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. júní 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Alma Verks ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 14553 Úlfarsárdalur - stækkun hverfis. Leirtjörn og umhverfisfrágangur 3. áfangi. R19050099.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram uppfærð yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2019. R19010001. Frestað á fundi 23. maí 2019.

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata þakka greinagott yfirlit, en það gefur glögga mynd af innkaupum Umhverfis- og Skipulagssviðs á tímabilinu. Innkaup sviðsins fylgja þeim reglum sem í gildi eru og gefnar eru skýrar útskýringar á verklagi þar sem við á. Þau innkaup sem fara yfir viðmiðunarfjárhæðir sem í gildi voru fóru í réttan farveg. Er starfsfólki sviðsins þakkað fyrir þessi góðu svör.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram minnisblað innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 11. júní 2019, varðandi stöðu undirbúnings á útboði rammasamnings um þjónustu sérfræðinga í umhverfis-, samgöngu-, skipulags- og byggingarmálum fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar innkauparáðs frá 23. maí 2019. R19010001.

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata þakka fyrir greinagóða yfirferð á þeirri vinnu sem stendur yfir við undirbúning opins rammasamnings um kaup á sérfræðiþjónustu Umhverfis- og Skipulagssviðs. Það er vilji meirihlutans að notast í auknum mæli við örútboð innan rammasamninga til að tryggja sem best gegnsæi og hagkvæmni í innkaupum borgarinnar og það fyrirkomulag sem hér er lýst lofar mjög góðu og hlakka fulltrúarnir til að sjá þennan rammasamning auglýstan. Eins harma fulltrúarnir þær misvísandi og á tíðum röngu upplýsingar sem gengið hafa í þjóðfélagsumræðu og umfjöllun fjölmiðla og það álag sem það hefur valdið starfsfólki. Hvetja fulltrúarnir aðra kjörna fulltrúa til að sýna aðgát að starfsumhverfi embættismanna og annars starfsfólks borgarinnar og leggja sig fram við að tryggja að upplýsingar sem eru gagnlegar umræðunni séu settar fram með stórum yfirlýsingum. Að auki telja fulltrúarnir það sérstaklega ámælisvert að senda yfirlýsingar til fjölmiðla sem byggjast á upplýsingum sem ekki hafa verið teknar fyrir á fundi og lagðar fram á formlegan hátt. Einnig er það ámælisvert þegar þær upplýsingar eru kynntar út á við með misvísandi eða röngum hætti áður en gögnin hafa verið lögð fram og umfjallendum því ókleyft að kanna sannleiksgildi slíkra yfirlýsinga efnislega.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miðað við framkomnar upplýsingar má búast við að rammasamningur verði orðinn virkur í byrjun september á þessu ári. Eins og áður hefur komið fram er lögð áhersla á að málið verði klárað sem fyrst og gerður verði rammasamningur enda hefur innri endurskoðun gert athugasemdir vegna málsins.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 4. júní 2019, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í maí 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 3. júní 2019, varðandi heimild til loka framlengingar á rammasamningi nr. 13667 Raftæki um eitt ár eða til 6. júní 2020. R16030158.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:49

Sabine Leskopf Alexandra Briem