Innkauparáð
Ár 2019, mánudaginn 27. maí var haldinn 457. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 14:00. Viðstödd voru Alexandra Briem, Dóra Magnúsdóttir og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Yabimo ehf., í EES útboði nr. 14501 – Smáhýsi fyrir Velferðasvið. R19040040.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Sumargarða ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14514 Umferðaröryggisaðgerðir Útboð 1 - 2019. R19040121.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. maí 2019, varðandi heimild til samningskaupa við Smith og Norland hf / Siemens, á grundvelli b. liðar 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna kaupa á vélbúnaði og hugbúnaði vegna uppfærslu á svonefndri miðlægri stýringu umferðarljósa. R190010001.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. maí 2019, varðandi heimild til að fara í samkeppnisviðræður á grundvelli 20. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna kaupa á ráðgjafarþjónustu vegna LED væðingar á gatna- og umhverfislýsingu. R190010001.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:25
Alexandra Briem