Innkauparáð - Fundur nr. 456

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 23. maí var haldinn 456. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Kjalar byggingafélags ehf., í útboði nr. 14528 Grandagarður 1a – Frágangur að utan og innan. R19040159.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Snóks verktaka ehf., í útboði nr. 14538 Nauthólsvegur - Breytingar. R19040251.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jóhanns Helga & Co ehf., í útboði nr. 14502 Hverfið mitt 2019 – vestur og austurhluti. Útboð 1 Hjólabrautir. R19040044.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, varðandi heimild til framhaldskaupa við Hlyn sf. á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna endurnýjunar á þaki skólaálmu sem nefnd er Vesturland við Fossvogsskóla. R19030306.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, varðandi heimild til framhaldskaupa við Verkfræðistofuna Vatnaskil ehf., á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna rannsókna á grunnvatni og gerð grunnvatnslíkans af Vatnsmýrarsvæðinu. R19010001.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2019. R19010001.
    Frestað.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Pírata:

    Óskað er eftir að fá yfirlit framsett í samræmi við fyrri tilmæli sem tóku gildi um áramótn. Jafnframt er óskað eftir umsögn um stöðu nýs rammasamnings um sérfræðiþjónustu. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

    Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlit fyrsta ársfjórðungs þessa árs yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á sérfræðiþjónustu án útboðs. Um er að ræða 395 milljónir króna samanborið við 313 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2018. Það er ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að nú birtist yfirlit sem sýnir innkaup með mun hærri tölu, sem ekki er boðin út, við kaup á sérfræðiþjónustu. Áréttað skal að frá árinu 2014 hafa ekki verið gerðir neinir rammasamningar um sérfræðiþjónustu hönnuða eða verkfræðinga né rammasamningur um þjónustu iðnaðarmanna og verkamanna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáði hefur ítrekað gert athugasemdir við það, m.a. á síðasta kjörtímabili. Þá hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar enn fremur gert alvarlegar athugasemdir við það að ekki séu í gildi neinir slíkir samningar. Innri endurskoðandi hefur bent á að Reykjavíkurborg geti sparað um 22,5% væru slíkir samningar í gildi. Ef við setjum þetta í samhengi við innkaup umhverfis- og skipulassviðs upp á 395 milljónir króna án útboðs nú, gæti borgin mögulega sparað hátt í 90 milljónir króna. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér er um peninga skattgreiðanda að ræða. Það er mat borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði að þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík sé ólíðandi.

    Lögð fram svohljóðandi gagnbókun fulltrúa Samfylkingar og Pírata:

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata benda á að þessum dagskrárlið var frestað, til að gera mætti betur grein fyrir einstökum liðum. Jafnframt er bent á að útreikningar um mögulegan sparnað byggjast á misskilningi á framsetningu skýrslu innri endurskoðunar, en þar var rætt um mögulegan sparnað á samningum í kjölfar útboðs, en ekki rammasamninga sérstaklega.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí 2019, þar sem lagt er til að taka tilboði Antonio Zamperla SPA, sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 14494 Rugguskip. R19030338.
    Samþykkt.

    Ómar Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. maí 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar fyrir kynninguna, en hvetur til þess að kannaður verði fýsileiki þess að ráðast í rammasamninga um kaup og viðhald öryggiskerfa á starfsstöðum sviðsins.

    Ómar Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. maí 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar fyrir skýr og skilmerkileg svör sem eru í samræmi við fyrirmæli ráðsins; þau gefa glögga mynd af innkaupum sviðsins.

    Ómar Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 17. maí 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2019. R19010001.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:
     
    Innkauparáð þakkar fyrir skýr og skilmerkileg svör sem eru í samræmi við fyrirmæli ráðsins; þau gefa glögga mynd af innkaupum miðlægrar stjórnsýslu.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:08

Sabine Leskopf Alexandra Briem