Innkauparáð - Fundur nr. 455

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 16. maí var haldinn 455. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Örn Þórðarson. Einnig sátu fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf., í útboði nr. 14506 Úlfarsárdalur - yfirborðsfrágangur við Dalskóla. R19040079.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Guðrún Birna Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðasmíði ehf., í útboði nr. 14508 Vesturbæjarskóli. endurbætur á lóð - 1. áfangi. R19040080.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Guðrún Birna Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlistar ehf., í útboðssvæði 2 og tilboði Garðlistar ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboðssvæði 1, í EES útboði nr. 14387 grassláttur á stofnanalóðum í Reykjavík 2019-2020. R19030091.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Guðrún Birna Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 14520 Týsgata – Endurgerð. R19040130.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Guðrún Birna Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2019, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi sundurliðun á greiðslum til H. Pálssonar ehf. vegna kaupa á auglýsingum á aðal- og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar árin 2016-2018, sbr. 8. lið fundargerðar innkauparáðs frá 11. apríl 2019 R1901001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:27

Sabine Leskopf