Innkauparáð - Fundur nr. 454

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 9. maí var haldinn 454. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Húsalagna ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14350 Ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Reglubundið viðhald pípulagna - Hverfi 1, 2 og 3. R19020169.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Húsalagna ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14351 Ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Reglubundið viðhald pípulagna - Hverfi 4 og 5. R19020171.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 6. maí 2019, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu þjónustu- og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1,0 m. kr. á 1, 2, 3 og 4. ársfjórðungi 2018. R18010001. Frestað á síðasta fundi.

    Þröstur Sigurðsson og Eggert Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1,0 m. kr. á 1, 2, 3 og 4. ársfjórðungi 2018. R18010001. Frestað á síðasta fundi.

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir, Tómas Guðmundsson, Dagný Einarsdóttir og Hugrún Ösp Reynisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:43

Sabine Leskopf Alexandra Briem