Innkauparáð
Ár 2019, fimmtudaginn 2. maí var haldinn 453. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Malbikunarstöðina Höfða hf. um eitt ár eða til viku 13-2020, í EES útboði nr. 13532 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 - Útboð I. R15070172.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Hilmar D. Ólafsson ehf. um eitt ár eða til viku 13-2020, í EES útboði nr. 13533 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 - Útboð II. R15070173.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Íslenska gámafélagið ehf. um eitt ár eða til viku 13 -2020, í EES útboði nr. 13534 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 - Útboð III. R15070174.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar verksamningi við Saltkaup ehf. um eitt ár eða til 18. maí 2020, í EES útboði nr. 13466 Götusalt 20105-2018. R15040040.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar verksamningi við Íslenska gámafélagið ehf. um eitt ár eða til 1. apríl 2020 í EES útboði nr. 13573 Ámokstur á salti 20105-2018. R15070110.
Samþykkt.Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 17. apríl 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Ólaf Gíslason & Co hf. sem hlaut flest stig í EES útboði nr. 14413 Rammasamningur um eftirlit með slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði. R19030048.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Ásbjörn Ólafsson ehf., Garra ehf., Gæðabakstur ehf., Ísam ehf., Ó. Johnson & Kaaber ehf. & Sælkeradreifingu ehf., Pennann ehf., Rekstrarvörur ehf., Sláturfélag Suðurlands svf. og Stjörnugrís hf. í EES útboði nr. 14415 Rammasamningur um drykkjar, mat og þurrvöru. R19020102.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Afltaks ehf. í útboði nr. 14426 Árbæjarsafn - Sýningarskáli. R19020135. Frestað á fundi 11. apríl 2019.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda PK Verks ehf. í útboði nr. 14437 Brautarholtsvegur milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar – Göngustígur. R19020208.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gleipni verktaka ehf. í útboði nr. 14442 Hverfisgata endurgerð. Ingólfsstræti - Smiðjustígur. R19030010.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu þjónustu- og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1,0 m. kr. á 1, 2, 3 og 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1,0 m. kr. á 1, 2, 3 og 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.
Frestað.- Kl. 13:54 víkur Rannveig Ernudóttir af fundinum.
- Kl. 13:54 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur að nýjum innkaupareglum.
Samþykkt og vísað til borgarráðs til staðfestingar.Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:
Innkauparáð fagnar tillögu að nýjum innkaupareglum og þakkar innkaupadeild, skrifstofu borgarlögmanns, sviðum borgarinnar og öðrum sem að vinnunni komu fyrir hröð og fagmannleg vinnubrögð. Þessar reglur eru mikilvægur hluti af eflingu eftirlits og eftirfylgni með innkaupum á vegum borgarinnar. Með þessum reglum teljum við að kostnaðarvitund aukist og ábyrgð sé skýrð.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:53
Sabine Leskopf