Innkauparáð - Fundur nr. 452

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 11. apríl var haldinn 452. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Afltaks ehf. í útboði nr. 14426 Árbæjarsafn - Sýningarskáli. R19020135.

    Frestað.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14473 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2019 - útboð 1. Vestan Kringlumýrarbrautar. R19030169.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14474 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2019 - útboð 2. Austan Kringlumýrarbrautar að Reykjanesbraut.. R19030170.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14475 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2019 - útboð 3. Austan Reykjanesbrautar. R19030171.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Sport-Tæki ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14465 Frjálsíþróttavöllur ÍR – Áhöld og búnaður. R19030063.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, tekið inn með afbrigðum, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössa ehf. í útboði nr. 14447 Óðinsgata og Óðinstorg – Endurnýjun. R19030198.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2019, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Veltir ehf. í útboði nr. 14441 Vörubifreið með krókheysi og bílkrana. R19030032.

    Samþykkt.

    Einar Guðmannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir sundurliðun frá umhverfis- og skipulagssviði, síðustu þrjú ár, á greiðslum til H. Pálssonar ehf. vegna kaupa á auglýsingum á aðal- og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið klukkan 13:30

Sabine Leskopf Alexandra Briem