Innkauparáð - Fundur nr. 451

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 4. apríl var haldinn 451. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 1. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Vegamálun ehf. um eitt ár eða til 1. október 2019 vegna útboðs nr. 13952 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2017. R17030286.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:04 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 1. apríl 2019,_ varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Fagverk verktaka ehf. um eitt ár eða til 30. apríl 2020 vegna útboðs nr. 13919 Malbiksviðgerðir 2017. R17030108.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 1. apríl 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Fagverk verktaka ehf., um eitt ár eða til 20. ágúst 2019 vegna útboðs nr. 13878 Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík 2017. R17020186.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. apríl 2019, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Vörðuberg ehf., um eitt ár eða til 30. apríl 2020 vegna útboðs nr. 14253 Gangstéttaviðgerðir 2018. R18050027.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1,0 m. kr. á 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. apríl 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 14420 Grassláttur á borgarlandi í austurhluta Reykjavíkur 2019 – 2020. R19020115.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 1. apríl 2019, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í mars 2019. R19010001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:46

Sabine Leskopf Alexandra Briem