Innkauparáð - Fundur nr. 450

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 28. mars var haldinn 450. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.  
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. mars 2019, varðandi heimild til framhaldskaupa við Öryggismiðstöð Íslands hf., vegna innleiðingar á nýju verslunarkerfi á starfsstöðum ÍTR, á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar og f-liðar 90. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. R17070096.
    Samþykkt.

    Jóhanna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 26. mars 2019, varðandi heimild til samningskaupa á sérfræðiþjónustu vegna Microsoft Unified Support Services frá Microsoft til 29. mars 2022, á grundvelli b. liðar 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar og b-liðar 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. R13080013. 
    Samþykkt.

    -    Kl. 13:06 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.

    Tómas Guðmundsson og Helga Sigrún Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 4. mars 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til borgarráðs, dags. 4. mars 2019, varðandi leigubílakostnað, rekstrar- og stofnkostnað bifreiða, kaup á flugmiðum og meðhöndlun vildarpunkta, vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvort hafi farið fram útboð á þjónustu á leigubílum sem starfsfólk og kjörnir fulltrúar nýta sér, við hvaða leigubílastöðvar er skipt? Óskað var eftir sundurliðun á greiðslum til leigubílastöðva síðast liðin átta ár, sbr. 7. lið fundargerðar innkauparáðs frá 7. mars 2019. R19010001.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar fyrir svör við fyrirspurn í innkauparáði 7. mars 2019. Bent er á að ekki hefur farið fram útboð á þjónustu leigubíla/leigubílastöðva. Hvatt er til að farið verði í greiningu á innkaupaferlum sem hægt væri að beita til að ná fram hagkvæmari kaupum á leigubílaþjónustu.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til borgarráðs, dags. 4. mars 2019, varðandi leigubílakostnað, rekstrar- og stofnkostnað bifreiða, kaup á flugmiðum og meðhöndlun vildarpunkta, vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvort hafi farið fram útboð á flugmiðakaupum borgarinnar, innanlands sem utan. Óskað var eftir sundurliðun á greiðslum til flugfélaga síðast liðin átta ár, sbr. 8. lið fundargerðar innkauparáðs frá 7. mars 2019. R19010001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:25

Sabine Leskopf Alexandra Briem