Innkauparáð - Fundur nr. 449

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 21. mars var haldinn 449. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. Einnig sátu fundinn Ari Karlsson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. mars 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Verkís hf. í forvali/lokuðu útboði nr. 14401 Gufunes 1. áfangi. Gatnagerð og lagnir – hönnun. R19010247.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. mars 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Metatron ehf. í útboði nr. 14402 Víkingur, endurnýjun aðalvallar – gervigras. R19010430.

    -    Kl. 13:05 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. mars 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf. í útboði nr. 14410 Frakkastígur og Sæbraut. Gatnagerð, lagnir og umferðarljós. R19020021.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar á fyrirhuguðum framkvæmdum vegna viðgerða í Fossvogsskóla.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar umhverfis- og skipulagssviði fyrir greinagóða kynningu og jafnframt fyrir snögg og góð viðbrögð við þeim aðstæðum sem upp komu í Fossvogsskóla. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að brugðist sé við málum sem þessum af snerpu og öryggi til að lágmarka tjón sem hlýst af raka og myglu. Ráðstafanir sem sviðið hefur gert til að nýta þá verksamninga sem þegar hafa verið gerðir á grundvelli útboða virðist viturleg aðferð til að bregðast fljótt við þeim aðstæðum sem upp koma og mun ráðið taka fyrir stærri ófyrirséð verkatriði sem upp kunna að koma í þessum viðbragðsaðgerðum.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2019, varðandi heimild til framlengingar á samningi við AFA JCDecaux Ísland ehf. til 31. júní 2019, vegna leigu og reksturs á útisalernum í Reykjavík. R19010001.

    Samþykkt.

    Hjalti J. Guðmundsson og Björn Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 13. mars 2019, í máli nr. 6/2018 N1 hf. gegn Reykjavíkurborg, vegna rammasamnings nr. 14055 tunnur, ker og djúpgámar. R18020163.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til nefndarsviðs Alþingis, dags. 22. febrúar 2019, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar kynningu á umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup. Ráðið vill ítreka mikilvægi þess að opinberir aðilar geri sitt ítrasta til að koma í veg fyrir mansal og launaþjófnað, t.d. með ákvæðum um keðjuábyrgð. Í verksamningum og ákveðnum gerðum þjónustusamninga á vegum Reykjavíkurborgar eru ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir slík brot. Í þeirri endurskoðun á innkaupareglum sem nú stendur yfir mun verða skerpt á þeim ákvæðum enn frekar. Þó styður ráðið þá afstöðu fjármálaskrifstofu að óheppilegt væri að binda í lög ábyrgð opinberra aðila á keðjuábyrgð í sínum verk- og þjónustukaupum á meðan keðjuábyrgð er ekki vel skilgreind í lögum og á meðan þeir aðilar sem bera þá ábyrgð fá ekki samsvarandi valdheimildir til að afla upplýsinga eða fylgja eftir þeirri ábyrgð.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til nefndarsviðs Alþingis, dags. 5. mars 2019, um tillögu til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:23

Sabine Leskopf Alexandra Briem