Innkauparáð - Fundur nr. 448

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 7. mars var haldinn 448. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. mars 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda VSÓ Ráðgjafar ehf. í EES forvali / lokuðu útboði nr. 14373 Esjumelar – Stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir. Hönnun. R18110158.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. mars 2019, varðandi heimild til framhaldskaupa við Origo hf. um kaup á hljóðkerfi fyrir Borgarleikhúsið á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, útboð 2015 nr. 13513 Borgarleikhúsið - Hljóðkerfi. R15060097.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. febrúar 2019, þar sem lagt er til að taka tilboði Capacent ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í EES útboði nr. 14384 Rammasamningur um sérfræðiþjónustu vegna QlikSense. R19010275.
    Samþykkt.

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 5. mars 2019, við bókun innkauparáðs um samantekt innkaupadeildar á gildandi rammasamningi um prentun og ljósritun og upplýsingar um fylgni við samninginn, sbr. 6. lið fundargerðar innkauparáðs frá 21. febrúar 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram þrjú svör umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar til borgarráðs, dags. 5. febrúar 2018 varðandi uppsetningu jólaskreytinga í miðborginni, dags. 18. janúar 2019 varðandi jólaskreytingar í Reykjavík og dags. 14. febrúar 2019 um útboð á jólaskreytingum, vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hver kostnaður Reykjavíkurborgar var við útijólaskreytingar á árinu 2018 og hvort þau innkaup hafi verið boðin út, sbr. 8. lið fundargerðar innkauparáðs frá 21. febrúar 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 4. mars 2019, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í febrúar 2019. R19010001.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
    Hefur farið fram útboð á þjónustu á leigubílum sem starfsfólk og kjörnir fulltrúar nýta sér, við hvaða leigubílastöðvar er skipt? Óskað er eftir sundurliðun á greiðslum til leigubílastöðva sl. átta ár.

  8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
    Hefur útboð farið fram á flugmiðakaupum borgarinnar, innanlands sem utan? Óskað er eftir sundurliðun á greiðslum til flugfélaga sl. átta ár.

Fundi slitið klukkan 13:38

Sabine Leskopf Alexandra Briem