Innkauparáð - Fundur nr. 447

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 21. febrúar var haldinn 447. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf og Björn Gíslason.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. febrúar 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Málaramiðstöðvarinnar ehf., Aðalfagmanna ehf., Jóhanns V. Steimann, Tómasar Einarssonar ehf., Málunar SSB ehf., Eignamálunar ehf., G.Á. verktaka sf. og HiH málunar ehf., sem áttu lægstu gildu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14393 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2019 – Hverfi 1, 2 og 3. R19010140.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. febrúar 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Málaramiðstöðvarinnar ehf., Aðalfagmanna ehf., Jóhanns V. Steimann, Tómasar Einarssonar ehf., Eignamálunar ehf., Málunar SSB ehf., G.Á. verktaka sf., Fyrirtak málningarþjónustu ehf. og HiH málunar ehf. sem áttu lægstu gildu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14394 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2019 – Hverfi 4 og 5. R19010141.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. febrúar 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Aðalfagmanna ehf., G.Á verktaka sf., Málunar SSB ehf., Málaramiðstöðvarinnar ehf., HiH Málunar ehf. og Tómasar Einarssonar ehf. sem áttu lægstu gildu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14395 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2019 – Hverfi 6 og 7. R19010142.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. febrúar 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Aðalfagmanna ehf., G.Á verktaka sf., Málunar SSB ehf., HiH Málunar ehf. og Tómasar Einarssonar ehf. sem áttu lægstu gildu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14404 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2019 – Hverfi 8, 9 og 10. R19010430.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:09 taka Alexandra Briem og Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 19. febrúar 2019, varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Garðlist ehf. um eitt ár eða til 1. apríl 2019 vegna EES útboðs nr. 13574 Vetrarþjónusta gönguleiða í Reykjavík 2015-2018. R15070111.
    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um rammasamning um prentun og ljósritun, sem tekin er inn með afbrigðum.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Innkauparáð óskar eftir samantekt innkaupadeildar á gildandi rammasamningi um prentun og ljósritun og óskar jafnframt eftir upplýsingum um fylgni við samninginn.

  7. Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofa miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 4. febrúar 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.
    Frestað á fundi 7. febrúar 2019. Einnig lögð fram svör miðlægrar stjórnsýslu við fyrirspurnum innkauparáðs varðandi innkaup af Manhattan ehf. og Sýrusson ehf.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð þakkar fyrir skýringar á viðskiptum við Sýruson ehf. en ítrekar að kaup á grundvelli afsláttarsamnings samsvara ekki rammasamningi sem gerður hefur verið eða öðrum innkaupaferlum í innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Ráðið fagnar því að endurskoðun á viðkomandi ferlum fari fram á sviðinu.

    Halldór Nikulás Lárusson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver var kostnaður Reykjavíkurborgar við útijólaskreytingar á árinu 2018? Voru þau innkaup boðin út?

Sabine Leskopf Alexandra Briem