Innkauparáð - Fundur nr. 446

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 7. febrúar var haldinn 446. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru, Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. janúar 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössa ehf., í útboði nr. 14385 Víkingur - Endurnýjun aðalvallar. Jarðvinna, lagnir og tæknirými. R18120174.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:10 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir embætti borgarlögmanns sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. janúar 2019, varðandi beiðni um heimild til að ganga til samninga við Rannsóknir og greiningu ehf. á grundvelli  b. liðar 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar R19010001.
    Samþykkt.

    Fanney Magnúsdóttir og Stefanía Sörheller taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit skrifstofa miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 4. febrúar 2019, varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 4. ársfjórðungi 2018. R18010001.
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 5. febrúar 2019, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í janúar 2019. R19010001.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:37

Sabine Leskopf Alexandra Briem