Innkauparáð - Fundur nr. 445

Innkauparáð

Ár 2019, fimmtudaginn 24. janúar, var haldinn 445. fundur Innkauparáð. Fundurinn var haldinn í Vogum og hófst klukkan 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Björn Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Jóhanna Eyrný Hilmarsdóttir, Eyþóra K. Geirsdóttir og Guðbjörg Eggertsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. janúar 2019, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Metatron ehf., í útboði nr. 14375 Víkingur - Gervigrasvöllur, keppnislýsing. R18110238.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. janúar 2019, varðandi heimild til gerð viðauka við verksamning Þarfaþings ehf. á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda við Skóla, menningarhús, bókasafn og sundlaug í Úlfarsárdal – EES útboð nr. 14006. R17060099.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 15. janúar 2019, varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings um rekstur Konukots. R19010001.
    Samþykkt.

    Stefanía Sörheller og Kristín Ösp Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. desember 2018, varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings um kennslu Kvenna- og Karlasmiðju. R19010001.
    Innkauparáð samþykkir heimild til umbeðinnar undanþágu fyrir árin 2019-2020.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkauparáð ítrekar nauðsyn þess að sótt sé um heimild til undanþágu tímanlega, enda liggur ekki fyrir skýr heimild ráðsins til að samþykkja undanþágu eftirá. Þó er ljóst að fyrri samningar voru ekki efnislega ólíkir þeim sem hér um ræðir og hefðu fallið undir sömu undanþáguskilyrði.

    Stefanía Sörheller og Kristín Ösp Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 3. janúar 2019, yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í desember 2018. R18010001.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um ábendingar varðandi innkauparáð í skýrslu innri endurskoðanda vegna Nauthólsvegar 100.

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihluta í innkauparáði hafa kynnt sér skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 og þá sérstaklega þann hluta sem fjallar um hlutverk innkauparáðs. Við tökum undir það sem fram kemur í skýrslunni, en samkvæmt henni var biðlund ráðsins við töfum á upplýsingaskilum frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar allt of mikil. Ljóst er að ráðið hefði getað sýnt embætti borgarlögmanns meiri stuðning við að afla nauðsynlegra gagna. Ráðið fagnar því umbótarferli sem þegar er hafið á stjórnkerfi borgarinnar og þeim úrbótum á hlutverki og heimildum innkauparáðs sem vænta má að verði hluti af því.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að endurskoða samþykktir Innkauparáðs Reykjavíkurborgar. Ljóst er að Innkaupráð hefur ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs sem það heyrir jafnframt undir. Þess vegna er augljóst að auka þarf eftirlitshlutverk og valdsvið Innkauparáðs. Það verður m.a. gert með því að valdefla ráðsmenn með því að tveir af fimm fulltrúum hafi heimild til að vísa málum til Innri endurskoðunar. 
    Innkauparáð gegnir mikilvægu eftirlitshlutverki og verkefnin sem ráðinu eru falin eru oft á tíðum flókin og viðamikil. Í þeim tilgangi að styrkja ráðið í störfum sínum og auðvelda því eftirlitshlutverk sitt er lagt til að kjörnum fulltrúum verði fjölgað í ráðinu úr þremur í fimm. Eru þessar aðgerðir hugsaðar sem fyrsta skref í að styrkja Innkauparáð og auka vægi þess enda gegnir ráðið m.a. mikilvægu eftirlitshlutverki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:18

Sabine Leskopf Alexandra Briem