Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 25. febrúar, var haldinn 41. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.40. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 24. þ.m. varðandi útboð á lagningu tengibrautar frá Reynisvatnsvegi að fyrirhuguðum nýbyggingarsvæðum í Úlfarsfelli, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Jarðvéla ehf. að fjárhæð kr. 151.206.000,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 16. þ.m. varðandi skoðun á fjárhagstöðu bjóðenda.
Tillaga gatnamálastjóra samþykkt.
Gatnamálastjóri, Sigurður I. Skarphéðinsson, sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 23. þ.m. varðandi útboð á frágangi Ingunnarskóla utanhúss, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Spangar efh., að fjárhæð kr. 135.447.000,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m. varðandi skoðun á fjárhagsstöðu félagsins. Loks er lagt fram erindi Spangar ehf. frá 18. þ.m. varðandi málið.
Tillaga forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt.
3. Lagt fram að nýju bréf Fagtækni hf. frá 13. þ.m. þar sem gerðar eru athugasemdir við þá ákvörðun innkauparáðs að velja félagið ekki til þátttöku í lokuðu útboði vegna raflagna og stjórnbúnaðar í Sundmiðstöð í Laugardal. Jafnframt lögð fram umsögn Fasteignastofu frá 19. s.m., sbr. einnig bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 20. s.m.
Umsögn Fasteignastofu samþykkt.
4. Lagt fram bréf Guðjóns Guðmundssonar ehf. frá 20. þ.m. þar sem kvartað er yfir þeirri ákvörðun innkauparáðs að velja félagið ekki til þátttöku í lokuðu útboði vegna raflagna og stjórnbúnaðar í Sundmiðstöð í Laugardal.
Vísað til umsagnar Fasteignastofu.
5. Lagt fram afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar til Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 16. þ.m. varðandi kaup á sorpkerjum.
6. Lagt fram afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar til Leikskóla Reykjavíkur frá 23. þ.m. varðandi bónun gólfa í leikskólum.
Fundi slitið kl. 14.40.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson