Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 11. október var haldinn 307. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Elsa Yeoman og Ingibjörg Óðinsdóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á innkaupadeild, Hrólfur Sigurðsson á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1 Lagt fram erindi Skrifstofu þjónustu- og reksturs upplýsingatæknideildar dags. 24. september sl., varðandi heimild til samningskaupa við Samsýn ehf um 2ja ára samning vegna LUKR. Samþykkt.
2 Lagt fram svar Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. september sl., við bókun innkauparáðs á fundi þann 12. júlí sl., þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu umferðarstýrikerfa hjá Reykjavíkurborg og samkeppnismöguleikum á markaði.
Ámundi Brynjólfsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.
Kl. 12:40 tók Eyþóra K. Geirsdóttir á skrifstofu borgarlögmanns sæti á fundinum.
3 Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í september 2013. R13010126.
Fundi slitið kl. 12.45
Kjartan Valgarðsson (sign)
Elsa Yeoman (sign) Ingibjörg Óðinsdóttir (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_1110.pdf