Innkauparáð - Fundur nr. 306

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 20. september var haldinn 306. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á innkaupadeild og Hrólfur Sigurðsson á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1 Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 16. september sl., þar sem lagt er til að semja við Skeljung hf sem átti lægsta vegið meðalverð og hæstan krónuafslátt í EES útboði nr. 13091 Rammasamningur um eldsneyti. R13080018.

Samþykkt.

Elín B. Gunnarsdóttir innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2 Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í ágúst 2013. R13010126.

3 Lagt fram yfirlit Velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 1. og 2. ársfjórðungs 2013. R13010075.

Fundi slitið kl. 12.46

S. Björn Blöndal (sign)

Rúna Malmquist (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_2009.pdf