Innkauparáð - Fundur nr. 305

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 6. september var haldinn 305. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Elsa Yeoman og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á innkaupadeild og Hrólfur Sigurðsson á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1 Lagt fram erindi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar dags. 30. ágúst sl., þar sem lagt er til að vísa tillögu um töku tilboðs lægstbjóðanda, KPMG ehf í EES útboði nr. 12938 Reykjavíkurborg - Endurskoðunarþjónusta. R13010235, til borgarstjórnar.

Ólafur Kristinsson formaður endurskoðunarnefndar sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir og samþykkir tillögu endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um að vísa tillögunni til borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.

2 Lagt fram erindi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. ágúst sl., varðandi beiðni um heimild til samningskaupa án undangenginnar birtingar útboðsauglýsingar vegna viðbótarkaupa á Völu hugbúnaðarkerfi frá Advania hf. Helga Gunnarsdóttir SFS, Flosi Kristjánsson SFS og Einar Þórðarson UTD sátu fundinn við afgreiðslu málsins. Samþykkt.

3 Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar – Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða dags. 2. september 2013, varðandi heimild til framlengingar á samningi nr. 12615 Heimsending með mat – Akstur við Flutninga og þjónustu ehf. um eitt ár eða til 30. september 2014. R11050032. Samþykkt.

4 Lagður fram úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 BYD Auto Ltd gegn Strætó bs., vegna EES samningskaupa nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“. R13030097.

5 Lagt fram yfirlit Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. vegna 2. ársfjórðungs 2013. R13010075.

6 Lagt fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 2. ársfjórðungs 2013. R13010075.

Fundi slitið kl. 12:48

Kjartan Valgarðsson (sign)
Elsa Yeoman (sign) Jórunn Frímannsdóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_0609.pdf