Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 26. júlí var haldinn 302. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sat fundinn Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1 Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 23. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og Grjóts ehf í útboði nr. 13069 Frakkastígur endurgerð, Skólavörðuholt – Njálsgata 2013. R13060140.
Samþykkt.
Auður Ólafsdóttir sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2 Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 17. júlí sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12821 Hópbifreiðaþjónusta fyrir Reykjavíkurborg um eitt ár eða til 15. ágúst 2014. R12040071.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12.18
Kjartan Valgarðsson (sign)
Jórunn Frímannsdóttir (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innnkauparad_2607.pdf