Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 12. júlí var haldinn 301. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.30. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir deildarstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1 Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Steingarðs ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13043 Sæmundargata 3. áfangi. Gatnagerð og stígar. R13050130. Samþykkt.
Lögð fram að nýju kvörtun Þórðar H. Sveinssonar hdl., f.h. Garðyrkjuþjónustunnar ehf vegna útboðs nr. 13043. Frestað var á fundi þann 21. júní sl. Í ljósi niðurstöðu útboðsins er kvörtuninni vísað frá innkauparáði.
2 Lögð fram að nýju kvörtun Ásgeirs Einarssonar hjá Agli Árnasyni vegna útboðs nr. 12977 Austurberg 3, íþróttamiðstöð – íþróttagólf. Frestað á fundi þann 21. júní sl. Einnig lagðar fram greinargerðir Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og innkaupadeildar Reykjavíkurborgar varðandi málið.
Innkauparáð bókar eftirfarandi: Ásgeir Einarsson f.h. Egils Árnasonar ehf sendi kvörtun vegna útboðs nr. 12977 til Innkauparáðs með bréfi dags. 14. júní þ.á. Innkauparáð telur niðurstöðu innkaupadeildar rétta, þ.e. að Egill Árnason ehf hafi ekki skilað inn gildu tilboði þar sem fyrirtækið stóðst ekki fjárhagsskoðun sbr. 28. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Frávikstilboð voru leyfð í útboðinu.
Innkauparáð hafnar kröfu kæranda um að útboðið sé fellt úr gildi 3 Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. júlí sl., varðandi heimild til framhaldskaupa á umferðarljósastýribúnaði fyrir miðlæga stýringu umferðarljósa frá Siemens / Smith og Norland. Samþykkt. Innkauparáð óskar eftir upplýsingum frá Umhverfis- og skipulagssviði um stöðu umferðarstýrikerfa hjá Reykjavíkurborg og samkeppnismöguleikum á markaði.
Auður Ólafsdóttir Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu mála 1-3.
4 Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. júlí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi Saltkaupa ehf, í útboði nr. 12887 Götusalt 2012-2013, um eitt ár eða til 30. apríl 2014. R12070015. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 1206
Kjartan Valgarðsson (sign)
Jórunn Frímannsdóttir (sign) Elsa Hrafnhildur Yeoman (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_1207.pdf