Innkauparáð - Fundur nr. 299

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 21. júní var haldinn 299. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Karl Sigurðsson og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ístaks ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 13045 Hverfisgata endurgerð, Klapparstígur - Frakkastígur. R13050132. Samþykkt.

Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu máls.

2. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 19. júní sl. þar sem lagt er til að samið verði við, Esju kjötvinnslu ehf, Kjarnafæði ehf, Sláturfélag Suðurlands, Ekruna ehf, Kjötbankann/Skanka ehf og Norðlenska ehf í EES útboði nr. 12998 Rammasamningur um kjötvörur. R13050031. Samþykkt.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 19. júní sl., þar sem lagt er til að samið verði við: • Rekstrarvörur ehf., Egilsson ehf. og Pennann ehf. í Hluta 1 Ritföng og skrifstofuvörur • Rekstrarvörur ehf., Egilsson ehf. og Pennann ehf., Hvítlist hf. og Prentsmiðjuna Odda í Hluta 2 Ljósritunarpappír í EES útboði nr. 13037 Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur. R13050030. Samþykkt.

4. Lögð fram er kvörtun Ásgeirs Einarssonar, frá Agli Árnasyni, vegna útboðs nr. 12977 – “Austurberg 3, íþróttamiðstöð – íþróttagólf (R1300330)

Málinu frestað en óskað er eftir umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.

5. Lögð fram er kæra Garðyrkjuþjónustunnar ehf. vegna útboðs nr. 13043 – “Sæmundargata, 3. Áfangi, gatagerð og stígar”. (R1305130)

Málinu frestað.

Fundi slitið kl. 12.46

Kjartan Valgarðsson (sign)

Jórunn Frímannsdóttir (sign) Karl Sigurðsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_2106.pdf