Innkauparáð - Fundur nr. 298

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 7. júní var haldinn 298. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir deildarstjóri á innkaupadeild, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. júní sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Rökkva verktaka ehf. í útboði nr. 13025 Vesturbæjarlaug, lagnakjallari og heitur pottur. R13050034. Samþykkt. Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. maí sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Euro Gymnastic Equipment AB, sem er hagstæðasta og jafnframt lægsta tilboð í samkeppnisviðræðum nr. 13016 Íþróttamiðstöð Ármanns fimleikabúnaður. R13020141. Samþykkt.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 3. júní sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12621 Prentun og ljósritun, um allt að eitt ár eða til 3. júlí 2014. R11050050. Samþykkt.

4. Lagður fram fram til kynningar dómur Hæstaréttar nr. 26/2013 í útboði nr. 12461 Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. R10070008.

5. Lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms nr. 4/2013 í útboði nr. 12929 Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar, pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar. R12100277.

6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í maí 2013. R13010126.

Fundi slitið kl. 12.50

Kjartan Valgarðsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_0706.pdf