Innkauparáð - Fundur nr. 296

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 17. maí var haldinn 296. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:18. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson og S. Björn Blöndal. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á Innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 14. maí sl., varðandi heimild til framhaldskaupa á einum sláttuvagni frá Vélfangi ehf.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. maí sl. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði nr. 1 frá P.V. Supa OY, sem er hagstæðasta og jafnframt lægsta tilboð í útboði nr. 12966 RFID System fyrir Borgarbókasafn. R12120070.

Samþykkt.

Pálína Magnúsdóttir Borgarbókasafni sat fundinn við afgreiðslu málsins.

3 Lögð fram kvörtun Þórðar H. Sveinssonar hdl. f.h. Bjössa ehf., vegna útboðs nr. 12972 Réttarholtsskóli, endurgerð lóðar 2. áfangi. R13030141.

Frestað.

Þorkell Jónsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.

4 Lagt fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið janúar – mars 2013.

5 Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í apríl 2013. R13010126.

Fundi slitið kl. 12.56

Stefán Jóhann Stefánsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign) 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_1705.pdf