Innkauparáð - Fundur nr. 295

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 3. maí var haldinn 295. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.16. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson, Páll Hjaltason og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á Innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Steinmótunar ehf. í útboði nr. 12985 Reykjavegur, göngu- og hjólaleiðir við Suðurlandsbraut. R13030109.

Samþykkt.

Róbert G. Eyjólfsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi Skrifstofu þjónustu- og reksturs Reykjavíkurborgar þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, ISS Ísland ehf. í EES útboði nr. 12962 Ræstingar í Borgartúni 12-14 og Ráðhúsi Reykjavíkur. R13030079.

Samþykkt.

Óskar J. Sandholt og Halldór N. Lárusson Skrifstofu þjónustu- og reksturs sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 12.23

Stefán Jóhann Stefánsson

Páll Hjaltason Jórunn Frímannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_0305.pdf