No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 12. apríl var haldinn 293. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.18. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og S. Björn Blöndal. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á Innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Lóðaþjónustunnar ehf. í útboði nr. 12986 Klapparstígur, endurgerð neðan Hverfisgötu 2013. R13030018.
Frestað.
Magnús Haraldsson, Róbert G. Eyjólfsson og Þór Gunnarsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.
2 Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi Drafnarfells ehf. til 1. ágúst 2013, vegna fræsunar malbiksslitlaga í Reykjavík 2012, útboð nr. 12827. R12050029.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson og Theodór Guðfinnsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.
3 Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12744 Þjónusta sérfræðinga í umhverfis-, samgöngu-, skipulags- og byggingarmálum um eitt ár eða til 13. maí 2014. R12010192.
Samþykkt.
4 Lagt fram yfirlit Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir allt árið 2012.
5 Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í mars 2013. R13010126.
Fundi slitið kl. 12.35
Kjartan Valgarðsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð_1204.pdf