Innkauparáð - Fundur nr. 292

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 22. mars var haldinn 292. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.18. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um eitt ár þ.e. til viku 13-2014, vegna Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013 - Útboð 1, nr. 12474. R10080038

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. mars sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi Hilmars D. Ólafssonar ehf. um eitt ár þ.e. til viku 13-2014, vegna Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013 - Útboð 3, nr. 12476. R10080042

Samþykkt.

Þorsteinn Birgisson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu mála 1

og 2.

3. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 20. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við Eggert Kristjánsson ehf., Hollt og Gott ehf., Skanka ehf/Kjötbankann, Norðlenska ehf., Pasta Borg ehf. og Sóma ehf. í hluta 1 og Sóma ehf. í hluta 2 í EES útboði nr. 12970 Rammasamningur um matvöru, tilbúnir réttir, fundar- og veislumatur. R13010246

Samþykkt.

Elín B. Gunnarsdóttir Innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram yfirlit Eignasjóðs varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið október - desember 2012.

5. Lagt fram yfirlit Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið október - desember 2012.

Fundi slitið kl. 12.32

Kjartan Valgarðsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign) Jórunn Frímannsdóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð_2203.pdf