No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 8. mars var haldinn 291. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.16. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Marta Guðjónsdóttir sem tók sæti Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á Innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 6. mars sl., þar sem lagt er til að taka tilboði nr. 4 merkt nr. 1 frá Spennandi ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 12957 Rafmagnsíshefill fyrir Skautahöllina. R13010058.
Samþykkt.
Ólafur I. Halldórsson Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. febrúar sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi við Loftorku Reykjavík ehf., vegna útboðs nr. 12609 Malbiksviðgerðir 2011. R11040098.
Samþykkt.
3. Erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. febrúar sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi við Tinnuberg ehf., vegna útboðs nr. 12910 Gangstéttarviðgerðir 2011. R11050024.
Samþykkt.
Theodór Guðfinnsson og Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 2 og 3.
4. Lagt fram erindi Upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar sl., varðandi heimild til samkeppnisviðræðna um gagnatengingar fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.
Eggert Ólafsson Upplýsingatæknideild sat fundinn við afgreiðslu málsins.
5. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 6. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við Olíuverzlun Íslands hf., Papco hf., Rekstrarvöur ehf., Ræstivörur ehf. og Tandur hf. í EES útboði nr. 12950 Rammasamningur um kaup á hreinlætisvörum. R12120062.
Samþykkt.
Kl. 12:40 vék Hrólfur Sigurðsson af fundi.
6. Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í febrúar 2013. R13010126.
Fundi slitið kl. 12.43
Kjartan Valgarðsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign) Marta Guðjónsdóttir (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_0803.pdf